Farið yfir jólabækurnar

Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur mun ræða um jólabækurnar úr nýafstöðnu jólabókaflóði í erindi sínu hjá Bókasafni Kópavogs 9. janúar. Fyrirlesturinn hefst kl. 17:15 en að honum loknum verða almennar umræður. Allir eru velkomnir.

Bókasafn Kópavogs hefur lagt metnað sinn í að vera með ýmsar uppákomur í safninu. Erindið um jólabækurnar er fyrsta bókaspjallið á nýju ári.

Bókasafnið er að Hamraborg 6a.

Aðgangur er ókeypis.