Félagslegar framfarir kortlagðar

Michael Green, framkvæmdastjóri SPI, afhendir bæjarstjóra og bæjarfulltrúum skorkort Kópavogs að vi…
Michael Green, framkvæmdastjóri SPI, afhendir bæjarstjóra og bæjarfulltrúum skorkort Kópavogs að viðstaddri Rósbjörgu Jónsdóttur frá SPI á Íslandi er einnig á myndinni. Frá vinstri, Michael Green, Ármann Kr. Ólafsson, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Karen E. Halldórsdóttir, Margrét Friðriksdóttir, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Rósbjörg Jónsdóttir.

Kópavogur, fyrst sveitarfélaga á Íslandi, hefur nú skoða félagslegar framfarir í bæjarfélaginu með aðferðafræði vísitölu félagslegra framfara (VFF).

Hér er kynnt VFF eða Social Progress Imperative, SPI, skorkort fyrir Kópavog, sem hefur fengið sérstakt heiti “Social Progress Portrait” (SPP).

Þetta skorkort hefur alla burði til að verða fyrirmynd annarra hliðstæðra samfélaga víða í heiminum. Með SPP er lagður grunnur að fullbúinni VFF/SPI vísitölu.

Niðurstöður úttektarinnar má nýta til að leggja fram skýrar aðgerðaráætlanir sem styðja við félagslegar framfarir á innviðum bæjarins og á sama tíma styðja við aðgerðir sem stuðla að því að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þannig má nota VFF/SPI mælikvarðann sem tæki til að byggja upp enn öflugra og betra samfélag þar sem árangurinn er mældur með markvissum og mælanlegum hætti frá ári til árs.

Skorkortið sem hér er birt, byggir á 56 breytum sem skiptast niður á þá þætti og víddir sem mælikvarðinn byggir á. Munurinn liggur í því að hér byggja tölfræðilegir útreikningar ekki á samanburði við önnur sveitarfélög. 

Vonir standa til að fleiri sveitarfélög muni fylgja fordæmi Kópavogs og að þá verði hægt að bera saman ólík sveitarfélög á Íslandi, mælt á þennan mælikvarða.  

Smelltu hér til að fræðast meira um SPI

Smelltu hér til að skoða skorkort í Kópavogi