Félagsmiðstöðvar eldra borgar opna en gætt að fjöldatakmörkunum og fjarlægðum.
Félagsmiðstöðvar eldri borgara í Kópavogi, Boðinn, Gjábakki og Gullsmári, opna með 20 manna fjöldatakmörkunum
Eftirfarandi starfssemi verður í félagsmiðstöðvum eldri borgara sem tekur mið af nýjum reglum um samkomutakmarkanir til 10.nóvember næstkomandi.
Fjöldatakmörkun miðast við 20 manns og 2m bil á milli gesta. Handavinnuherbergi verða opin mán-, mið-, og föstudaga frá kl. 08:30-10:30 og aftur milli kl. 14:00-16:00. Skráning í síma 441-9900 og þarf að skrá sig deginum áður. Boðið verður upp á samveru og spjallhópa á þri,-, og fimmtudögum frá kl. 14:30-16:00. Skráning í síma 441-9900 og þarf að skrá sig deginum áður. Notast sé við grímu sé ekki hægt tryggja 2 metra bil.
Hádegismatur miðast áfram við fjöldatakmörkun 20 manns og eru gestir beðnir um að mæta á þeim tíma sem þeir hafa fengið upplýsingar um. Gestir hugi að einstaklingssóttvörnum og virði reglu um 20 manna hámarksfjölda og 2 metra bil á milli gesta í þeim hópi sem þeir tilheyra. Notast sé við grímu sé ekki hægt tryggja 2m bil.
Athugið að við hvetjum fólk til þess að mæta ekki ef gestir eru eftirfarandi;
- Eru í sóttkví.
- Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
- Hafa verið í einangrun vegna Covid-19 smits og eru ekki liðnir 14 dagar frá útskrift.
- Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang ofl.).
Við erum öll almannavarnir og verum það áfram!