Félagsstarf eldri borgara í Kópavogi

Frá ferð eldri borgara í Guðmundalund sumarið 2022
Frá ferð eldri borgara í Guðmundalund sumarið 2022

Félagsstarf eldra fólks færist yfir á velferðarsvið um áramótin en var áður undir frístundadeild á menntasviði. Yfirfærslunni er ætlað að stuðla að aukinni samfellu og yfirsýn yfir þjónustu bæjarins sem framvegis verður öll veitt úr sömu deild. Félagsstarf eldra fólks fer í dag fram á þremur félagsmiðstöðvum, Boðanum, Gjábakka og Gullsmára. Félagsmiðstöðvarnar eru opnar alla virka daga frá 08:30-16:30 en loka hálftíma fyrr á föstudögum eða kl.16:00. Dagskráin er vönduð og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hádegismatur er afgreiddur á milli 11:30-12:30.

Félagsstarfið getur verið örlítið breytilegt á milli stöðva þó að í grunninn sé það það sama. Gott samstarf er við FEBK, Félag eldri borgara í Kópavogi, sem sér um hluta af starfinu.