Ferðamannavagn í Kópavog í sumar

Kópavogsbúar njóta blíðunar
Kópavogsbúar njóta blíðunar
Ferðamannavagn verður í daglegum ferðum frá miðbæ Reykjavíkur í Kópavog í sumar. Ferðamannavagninn mun stoppa í Hamraborg og halda þaðan í Smáralind.  Spennandi söfn  og Sundlaug Kópavogs verða því aðgengilegri ferðamönnum en til þessa. Vagninn mun fara fjórar ferðir alla daga nema fimmtudaga þegar ferðirnar verða fimm.

Ferðirnar eru á tveggja tíma fresti þannig að auðvelt er að stoppa um stund á Menningartorfunni og taka svo næsta vagn í Smáralind. Markmiðið með ferðamannavagninum er að fá fleiri ferðamenn í Kópavog.

Smáralind hélt úti ferðamannavagni síðasta sumar sem gafst vel. Nú hefur samstarfssamningur milli Kópavogsbæjar og Smáralindar verið undirritaður og með því samstarfi, sem Markaðsstofa Kópavogs kom í kring, verður þjónustan aukin. Ferðir Ferðamannavagnsins hefjast 15. maí.

Ferðamannavagn verður í daglegum ferðum frá miðbæ Reykjavíkur í Kópavog