Ferðaþjónusta fyrir lögblinda

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og Sigþór U Hallfreðsson formaður Blindrafélagsins.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og Sigþór U Hallfreðsson formaður Blindrafélagsins.
Kópavogsbær og Blindrafélagið hafa skrifað undir þjónustusamning um ferðaþjónustu fyrir lögblinda Kópavogsbúa til þriggja ára. Samningurinn er endurnýjun á samningi frá í fyrra sem  felur í sér að lögblindir geta tekið leigubíla í stað almennrar ferðaþjónustu fatlaðra.
Umsækjendur um þessa þjónustu þurfa áfram að sækja um akstur til Kópavogsbæjar sem úthlutar ferðum á grundvelli reglna. Blindrafélagið fer með umsýslu eftir að viðkomandi hefur fengið samþykktar ferðir.
Markmið með þjónustusamningi er meðal annars að auka fjölbreytni og sveigjanleika í ferðaþjónustu við fatlað fólk.