Fimm leikskólar eru Réttindaskólar Unicef

Fimm leikskólar í Kópavogi eru nú Réttindaleikskólar SÞ.
Fimm leikskólar í Kópavogi eru nú Réttindaleikskólar SÞ.

Fyrir tæpu ári síðan lögðu fimm leikskólar hér í Kópavogi af stað saman í skemmtilega vegferð í að verða Réttindaskólar Unicef. Leikskólarnir eru Arnarsmári, Álfaheiði, Furugrund, Kópahvoll og Sólhvörf.

Þessi vegferð mun taka tvö ár og eru leikskólarnir því hálfnaðir. Réttindaskólar UNICEF leggja áherslu á að byggja upp með börnunum lýðræðislegt umhverfi með því að rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpa þeim að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í nútímasamfélagi. Starfsmenn leikskólanna fá fræðslu og verkfæri í hendurnar til að vera færir í að innleiða starfshætti Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna í allt starf leikskólans.

Nú þegar vegferðin er hálfnuð hljóta leikskólarnir viðurkenningu frá Uncief á Íslandi fyrir þá fræðslu sem nú þegar hefur átt sér stað og af því tilefni var útbúið myndband um upphafið af vegferð þeirra. Við hlökkum til að fylgjast með leikskólunum okkar á vegferð sinni að því að verða Réttindaleikskólar.