Fimmtán hljóta íþróttastyrki

Styrkþegar ásamt formanni íþróttaráðs, Unu Maríu Óskarsdóttur.
Styrkþegar ásamt formanni íþróttaráðs, Unu Maríu Óskarsdóttur.

Íþróttaráð Kópavogs veitti í liðinni viku alls fimmtán íþróttamönnum úr Kópavogi styrki úr Afrekssjóði ráðsins. Hver styrkur hljóðar upp á 100.000 krónur. Þetta er í tólfta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum. Auglýst var eftir umsóknum fyrir jól. Stjórn sjóðsins er skipuð fulltrúum íþróttaráðs og voru styrkirnir formlega afhentir á íþróttahátíð Kópavogs.

Tilgangur sjóðsins er að veita afreksíþróttafólki í Kópavogi styrk til að æfa eða keppa. Síðast var veitt úr sjóðnum á árinu 2010.

Eftirfarandi íþróttamenn hlutu styrki úr sjóðnum í ár:

1.               Auðunn Jónsson, Breiðabliki.

2.               Birkir Gunnarsson, TFK.

3.               Berglind Gígja Jónsdóttir, HK.

4.               Elísabet Einarsdóttir, HK.

5.               Höskuldur Þór Jónsson, DÍK.

6.               Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðabliki.

7.              Júlía Grétarsdóttir, Skautafélagið Björninn.

8.              Lúðvík Már Matthíasson, HK.

9.              Margrét Hörn Jóhannsdóttir, DÍK.

10.           Norma Dögg Róbertsdóttir, Gerpla.

11.           Ólafur Garðar Gunnarsson, Gerpla.

12.           Sindri Hrafn Guðmundsson, Breiðabliki.

13.           Stefanía Valdimarsdóttir, Breiðabliki.

14.           Thelma Rut Hermannsdóttir, Gerplu.

15.           Theódór Óskar Þorvaldsson, HK.