- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2020 var samþykkt einróma í bæjarstjórn Kópavogs við seinni umræðu þriðjudaginn 26. nóvember. Fjárhagsáætlun er unnin í samstarfi allra flokka í bæjarstjórna, fimmta árið í röð. Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun 2021-2023.
Rekstrarafgangur samstæðu Kópavogsbæjar verða rúmlega 597 milljónir árið 2020 samkvæmt áætluninni. Skuldaviðmið heldur áfram að lækka og verður 103,5% í árslok 2020.
Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækkar áttunda árið í röð, fer í 0.215%. Þá fer fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði í 1,49% auk þess sem holræsagjöld lækka umtalsvert.
Bryddað var upp á þeirri nýjung í ár að gefa íbúum kost á því að koma með tillögur fyrir fjárhagsáætlun í rafrænni samráðsgátt. Alls bárust 67 tillögur frá íbúum.
Hugmyndir voru rýndar og munu þeir sem sendu tillögur frá svar á næstunni þar sem greint er frá með hvaða hætti verður brugðist við þeim. Margar af tillögunum snéru að endurbótum á opnum svæðum og nærsamfélaginu og var komið á móts við þær með forgangsröðun. Sumar tillögur voru þó það umfangsmiklar að þær verða ekki afgreiddar á næsta fjárhagsári.