- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2015 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Kópavogs í dag. Þá var einnig lögð fram langtímaáætlun fyrir tímabilið 2016 til 2018.
Í áætluninni kemur fram að A-hluti bæjarsjóðs verður rekinn með 106 milljón króna rekstrarafgangi á næsta ári. Sé skoðuð niðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar þá verður hún rekin með 357 milljón króna rekstrarafgangi á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætluninni.
„Fjárhagsáætlunin sýnir að staða Kópavogs er sterk. Haldið er áfram á vegferð skattalækkana sem hófst fyrir tveimur árum. Við leggjum áherslu á að draga úr álögum á íbúa og atvinnulíf með lækkun fasteignagjalda. Þá er útsvarið undir leyfilegu hámarki annað árið í röð. Þá eru almennar gjaldskrárhækkanir 2% á milli ára sem undir verðbólguspá næsta árs sem er 3,4%.
Kjarasamningar sem gerðir hafa verið á árinu, við fjölmörg stéttarfélög, hafa veruleg áhrif á reksturinn á næsta ári, en engu að síður er rekstrarafgangur í heildina séð vel við unandi.
Þá er ekki gert ráð fyrir óreglulegum tekjum eins og sölu lóða sem að öllum líkindum mun bæta stöðuna enn frekar. Þá heldur skuldahlutfall áfram að lækka sem er mjög jákvætt,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogsbæjar.
Gangi áætlunin eftir verður skuldahlutfall bæjarins áramótin 2015/2016 166,6%. Gert er ráð fyrir að Kópavogsbær komist undir 150% viðmið árið 2017. Um síðustu áramót var skuldahlutfallið 185,1 %.