Fjárhagsáætlun samþykkt

Skjaldarmerki Kópavogsbæjar
Skjaldarmerki Kópavogsbæjar
Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2017

 var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fundi bæjarstjórnar 22. nóvember. Fjárhagsáætlunin var unnin í samvinnu allra flokka í bæjarstjórn Kópavogs.

 Í bókun bæjarstjórnar segir: „Fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir árið  2017 er unnin í samvinnu allra bæjarfulltrúa. Þetta verklag endurspeglar þann skilning á fjármálum bæjarins að allir kjörnir fulltrúar beri þar ábyrgð. Þrátt fyrir  þessa niðurstöðu hafa flokkarnir fimm ólíkar áherslur og áætlunin breytir ekki þeirri staðreynd. Hagsmunir bæjarbúa eru að allir þeir fulltrúar sem þeir kusu komi að þessari vinnu og í þeirri trú er fjárhagsáætlunin unnin. Bæjarfulltrúar þakka starfsmönnum bæjarins fyrir þeirra framlag til gerðar fjárhagsáætlunarinnar.“

Í fjárhagsáætlun kemur fram að A-hluti bæjarsjóðs verður verður rekinn með 122 milljóna rekstrarafgangi á næsta ári. Þá verður samstæða Kópavogsbæjar rekin með 290 milljón króna rekstrarafgangi á næsta ári.

Samkvæmt áætluninni mun skuldahlutfall bæjarins lækka umstalsvert og hraðar en aðlögunaráætlun gerði ráð fyrir. Það verður komið niður í um 140% í árslok 2017 og því komið vel undir hið lögboðna 150% hlutfall.

Fjárhagsáætlun 2017 

Þriggja ára áætlun 2018-2020