Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun 2021 var samþykkt 8.desember.
Fjárhagsáætlun 2021 var samþykkt 8.desember.

Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir ári 2021 var samþykkt einróma í bæjarstjórn Kópavogs við seinni umræðu þriðjudaginn 8.desember. Í sameiginlegri bókun bæjarstjórnar segir:

„Fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir árið 2021 var unnin í samvinnu allrar flokka sjötta árið í röð. Verklagið sýnir að bæjarfulltrúar eru tilbúnir að bera sameiginlega ábyrgð á fjármálum bæjarins hvar í flokki sem þeir standa. Engu að síður undirstrika fulltrúar einstakra framboða ólíka áherslur sem flokkarnir standa fyrir. Fjárhagsáætlunin ber þess merki að hafa verið unnin í skugga heimsfaraldursins en bæjarstjórn lagði engu að síður áherslu á að verja grunnþjónustuna með því að draga í engu úr rekstri bæjarins og auka við útgjöld velferðarþjónustu. Þá mun bærinn leggja áherslu á hátt framkvæmdastig. Endurspegla þessar aðgerðir samfélagslega ábyrgð sveitarfélaga í að milda áhrif heimsfaraldursins. Bæjarstjórn þakkar fjármálastjóra og örðum starfsmönnum bæjarins fyrir mikla og góða vinnu við gerð fjárhagsáætlunarinnar.“

Áætlunin gerir ráð fyrir 627 milljón króna rekstrarhalla samstæðu Kópavogsbæjar árið 2021. Meginskýring á hallarekstri eru áhrif Covid-19, en dregið hefur mjög úr umsvifum í samfélaginu og þar með þeim tekjum sem standa að baki útsvari Kópavogsbæjar, rétt eins og annarra sveitarfélaga.

Áhersla á menntamál og velferðarþjónustu endurspeglast í fjárhagsáætluninni. Framlög til velferðarmála aukast um 16% sem skýrist meðal annars af kostnaði vegna Covid-19, aukin framlög til fjárhagsaðstoðar og barnaverndar. Fjárfest verður fyrir 3,9 milljarða á næsta ári en stærsti einstaki útgjaldaliðurinn er bygging nýs húsnæðis Kársnesskóla, sem hýsa mun leikskóla og yngri deildir grunnskóla.

Fjárhagsáætlun var lögð fram til fyrri umræðu 10. nóvember síðastliðinn.

Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun 2022-2024.

Fjárhagsáætlun 2021

Þriggja ára áætlun 2022-2024