- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Skapandi sumarhópar í Kópavogi eru tekin til starfa sumarið 2023 og eru verkefnin af ýmsum toga.
Nú hafa Skapandi sumarhópar í Kópavogi hafið störf og eru verkefnin í ár af ýmsum toga. Alls hófu 29 ungmenni á aldrinum 18-25 ára störf í Molann Ungmennahús í Kópavogi í byrjun sumars og munu þau vinna að 17 mismunandi skapandi verkefnum, ýmist í Molanum eða á vinnustofum sínum.
Verkefnin spanna breitt róf lista og má þar nefna hljóðfæragerð, skúlptúrvinnu, lagasmíðar, sviðslistaverk, fatahönnun, bókverk,stuttmynd, uppistand, barnabókargerð, dansverk og eru einnig mörg verkefnin sem sameina margskonar list. Þá er einnig hópur af vegglistakonum sem munu sjá til þess að ýmsir veggir Kópavogsbæjar og undirgöng fái nýja ásýnd í sumar.
Verkefni sumarsins voru valin úr hópi fjölda umsækja enda er þetta mikilvæga verkefni eftirsótt meðal skapandi ungmenna. Yfir sumarið munu hóparnir halda ýmsar uppákomur víðsvegar um bæinn, ásamt því að koma fram á 17.júní hátíðarhöldunum og á stórri uppskeruhátíð sem verður haldin í húsakynnum Molans þann 27.júlí. Verður sú hátíð auglýst betur þegar nær dregur en er hún opin öllum og gefst þar kostur að sjá uppskeru sumarsins.
Þeim sem vilja fylgjast með framgangi þessa hæfileikaríku ungmenna er bent á að fylgjast með á Instagram undir @skapandikop og @vegglist