Fjölbreytt sumarnámskeið

Á hjóla- og ævintýranámskeiði í Kópavogi.
Á hjóla- og ævintýranámskeiði í Kópavogi.

Boðið verður upp á margvísleg sumarnámskeið fyrir börn í Kópavogi á aldrinum sex til sextán ára eins og sjá má á sumarvef Kópavogsbæjar. Meðal þess sem börnum stendur til boða eru hjóla- og útivistarnámskeið, smíðavellir og siglinganámskeið, námskeið í náttúrufræðum, söng- og leiklist og ýmis íþróttanámskeið.

Námskeið sumarsins á vegum Frístunda - forvarna - og íþróttadeildar verða hjóla - og útivistarnámskeið, smíðavöllur og siglingar. Sumarstarf í Hrafninum er fyrir börn og unglinga með sérþarfir og atvinnutengt frístundaúrræði verður fyrir ungmenni 16 til 24 ára í starfs - og frístundaklúbbnum í Tröð. Götuleikhús Kópavogs og Skapandi sumarstörf unglinga og ungmenna munu glæða bæinn leik - og tónlistarlífi með ýmsum hætti.

Náttúrufræðistofa Kópavogs verður með námskeið í náttúrufræðum fyrir 10 til 12 ára börn.

Íþróttafélög í Kópavogi, tómstundafélög og félagasamtök bjóða einnig upp á margskonar íþrótta,- leikja og ævintýranámskeið sem kynnt eru hér. Nánari upplýsingar og skráningar á þau námskeið eru í umsjá þeirra. 

Nýjung í námskeiðstilboðum sumarsins er námskeið í söng og leiklist.

Á sumarvef Kópavogs er að finna nánari upplýsingar en opnað verður fyrir umsóknir á námskeið á sumardaginn fyrsta 24. apríl.