Fjölbreyttar heilsuáskoranir í heilsuviku

Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, Ásdís Kristjánsdóttir, Freygerður Anna Ólafsdóttir, Íris Svavarsdótt…
Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, Ásdís Kristjánsdóttir, Freygerður Anna Ólafsdóttir, Íris Svavarsdóttir, Diljá Björk Atladóttir og Auður Þórhallsdóttir við afhendingu viðurkenninga fyrir þátttöku í heilsuvikunni.

Vel heppnuð heilsuvika starfsfólks Kópavogsbæjar fór fram í febrúar. Starfsfólki var boðið upp á námskeið og þá var hvatt til þátttöku í heilsuáskorun þar sem hugað var að félagslegum og líkamlegum þáttum í heilsufari, samskiptum og andlegri líðan.

Hægt var að skrá sig til leiks í heilsuáskorun og voru áskoranir af mjög fjölbreyttum toga. Má þar nefna hrósa samstarfsfólki, gera núvitundaæfingu, læra eitthvað nýtt og deila þekkingunni, borða næringarríkan mat, stunda líkamsrækt, fara í sund og sofa í átta tíma.

179 skráðu sig til leiks og fjórir heppnir þátttakendur voru dregnir út og fengu glæsileg verðlaun sem bæjarstjóri afhenti þeim ásamt Sigríði Þrúði Stefánsdóttur mannauðsstjóra og Auði Þórhallsdóttur mannauðsráðgjafa sem skipulagði heilsuvikuna. 

Verlaunahafar voru:

  • Anna Halldórsdóttir sem fékk jóganámskeið hjá GOMOVE í Kópavogi.
  • Árný Nanna Snorradóttir sem fékk mánaðarpassa í líkamsrækt í Sporthúsinu í Kópavogi.
  • Dilja Björk Atladóttir fékk mánaðarpassa í Gullið í Sporthúsinu.
  • Íris Svavarsdóttir fékk mánaðarkort í GOMOVE í Kópavogi

Tilgangurinn með heilsuviku er að efla velferð og heilsu starfsfólks sem er forsenda vellíðunar í starfi.

Efnt verður til heilsuviku á nýjan leik í haust.