Fjölbýlishús og nýtt flokkunarkerfi

Unnið er að því að skipta út tunnum í Kópavogi.
Unnið er að því að skipta út tunnum í Kópavogi.

Tunnuskipti eru hafin í fjölbýlishúsum Kópavogs. Þær tunnur sem komið hafa fyrir við fjölbýlishús ættu í flestum tilfellum að vera í samræmi við það magn úrgangs sem til fellur í húsinu.Ef reynslan sýnir að breyta þarf samsetningu á úrgangstunnum eða körum í sorpgeymslum í fjölbýli er hægt að sækja um breytingu.

Sækja um breytingu á tunnum í fjölbýli

Hægt er að fá tvískipta tunnu í fjölbýlishús en hægt er að fá kör fyrir blandaðan úrgang, pappír og plast. Stóra 360 l tunnu fyrir blandaðan úrgang, pappír og plast og hefðbundna 240 l tunnu fyrir blandaðan úrgang, pappír og plast. Matarleifar mega bara fara í 140 l brúna tunnu þar sem stærri tunna yrði of þung fyrir fólkið sem sinnir sorphirðu.

Óskir um breytingar verða afgreiddar eins fljótt og auðið er.

Athugið: Ekki verður hægt að óska eftir breytingum á tunnum í sérbýlum að svo komnu. Þegar dreifingu á tunnum í öllu sveitarfélaginu er lokið geta íbúar í sérbýlum óskað eftir breytingu á tunnum við hús sín ef þeir kjósa frekar að hafa eina tvískipta tunnu fyrir pappa og plast heldur en tvær einfaldar tunnur. Breytingar á tunnum í sérbýlum verður auglýst nánar þegar að því kemur.

Nánar um sorphirðu í Kópavogi. 

Almennar upplýsingar um breytingar á úrgangsflokkun er á www.flokkum.is

Ef spurningar vakna sem ekki er að finna svör við á heimasíðu Kópavog og á flokkum.is er hægt að senda póst á tunnuskipti@kopavogur.is