Fjöldatakmarkanir úr 50 í 200 manns

Breyttar reglur um fjöldatakmarkananir taka gildi 25.maí.
Breyttar reglur um fjöldatakmarkananir taka gildi 25.maí.

Allt að 200 manns verður heimilt að koma saman frá og með mánudeginum 25. maí. Heimilt verður að opna líkamsræktarstöðvar með sömu takmörkunum og gilda um sund- og baðstaði og öllum veitingastöðum, þar með töldum krám og skemmtistöðum, og einnig spilasölum, verður heimilt að hafa opið til kl. 23.00. Hvatt er til þess að viðhalda tveggja metra nálægðarmörkum eftir því sem kostur er.

Breytingarnar koma fram í auglýsingu heilbrigðisráðherra um sem gildi tekur 25.maí. Auglýsingin er í fullu samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. 

Með nýrri auglýsingu verður framkvæmd tveggja metra reglurnar breytt nokkuð. Horft er til þess að vernda þá sem eru viðkvæmir með því að skapa þeim sem það kjósa aðstæður til að viðhalda tveggja metra fjarlægðarreglu. Þannig verði til dæmis á veitingastöðum, í leikhúsum og bíósölum boðið upp á að minnsta kosti nokkur sæti sem geri þetta kleift.

Nánar á síðu stjórnarráðsins.