Fjölgar í grunnskólum Kópavogs

Hörðuvallaskóli
Hörðuvallaskóli
4.500 börn setjast á skólabekk í grunnskólum Kópavogs sem verða settir á morgun, 22. ágúst. Þar af eru um 490 í fyrsta bekk. Þetta eru 100 fleiri grunnskólabörn en í fyrra,

Mestu munar að nemendum í Hörðuvallaskóla í Kórahverfi fjölgar um tæplega 70 og er skólinn nú sá fjölmennasti í Kópavogi með ríflega 700 nemendur.

Nemendafjöldi Hörðuvallaskóla hefur þannig margfaldast frá upphafsári skólans fyrir átta árum þegar 52 börn hófu skólagöngu í nýjum skóla í Kópavogi. 

Alls eru níu almennir grunnskólar í Kópavogi og einn einkaskóli. Fyrirkomulag skólasetningar er með ýmsum hætti og er nánari upplýsingar um það að finna á heimasíðum skólanna.

Upplýsingar um grunnskóla Í Kópavogi er að finna hér