Fjölgun sumarnámskeiða í ljósi aðstæðna

Í ævintýranámskeiðum er áherslan á vettvangsferðir.
Í ævintýranámskeiðum er áherslan á vettvangsferðir.

Kópavogsbær býður upp á sumarnámskeið í júlí fyrir börn í Kópavogi, ævintýranámskeið og smíðavelli. 

Á ævintýranámskeiðunum sem eru frá kl. 08.00 - 16.00 alla virka daga verður efniviðurinn sóttur í nær umhverfið og börnin æfa sig í að umgangast umhverfið. Börnin á námskeiðum munu fara í vettvangs,- og skoðunarferðir. Áhersla verður lögð á útileiki og skapandi vinnu með börnunum. Námskeiðstímabilið er frá 13.-31.júlí og verða námskeiðin annarsvegar í Álfhólsskóla (Digranes) og hinsvegar í Vatnsendaskóla.

Á Smíðavöllum fá þátttakendur verkfæri, efni og aðstoð við kofasmíðina. Í lok hvers námskeiðs mega svo börnin fara með kofana heim en flutningur á þeim er ábyrgð foreldra/forráðamanna. Frekari upplýsingar um námskeiðin, skráningar og námskeiðsgjald má finna á sumarvef bæjarins http://sumar.kopavogur.is/