Fræðsluerindi um jafnvægi

Fjölmörg áhugasöm mættu á fyrirlestur Virkni og vellíðan.
Fjölmörg áhugasöm mættu á fyrirlestur Virkni og vellíðan.

Fjallað var um jafnvægi og mikilvægi þess á fyrsta fræðsluerindi annarinnar hjá Virkni og vellíðan. 120 manns mættu til að hlusta á erindi Dr. Bergþóru Baldursdóttur, sérfræðings í öldrunarsjúkraþjálfun. 

Fyrirlesturinn var haldinn í Kórnum (HK) og var hann opin öllum einstaklingum 60 ára og eldri í Kópavogi.

Í lok fyrirlesturs voru teknar nokkrar laufléttar jafnvægisæfingar þar sem meðal annars var farið í stöðuskynjunaræfingar sem og þjálfun fallviðbragðs. Eftir fyrirlesturinn og æfingarnar fékk fólkið sér kaffisopa og spjall.

Virkni og vellíðan er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar, íþróttafélaga í Kópavogi, HR og UMSK. Boðið er upp á æfingar tvisvar til þrisvar í viku í íþróttafélögum bæjarins þar sem áhersla er lögð á styrk, þol , liðleika og jafnvægi.