Fjölmenni á aðventuhátíð í Kópavogi

Frá Aðventuhátíð 2022.
Frá Aðventuhátíð 2022.

Fjöldi gesta lagði leið sína á Aðventuhátíð í Kópavogi 2022 sem fram fór laugardaginn 26. nóvember. Veðrið lék við gesti, var milt og fallegt og því notalegt að standa úti og fylgjast með tónlistaratriðum og jólasveinum sem lögðu leið sína í bæinn. 

Tendrað var á tréi Kópavogsbæjar við fögnuð gesta sem dönsuðu síðan í kringum það og sungu jólalög. 

Menningarhús bæjarins buðu upp á viðburði frá klukkan 13.00 og voru þeir mjög vel sóttir. Bæði var föndrað og tónlist flutt, þá var jólamarkaður í Salnum svo fátt eitt sé nefnt.