Fjölskyldudagskrá menningarhúsa

Bæklingurinn tilbúinn
Bæklingurinn tilbúinn

Nýr dagskrárbæklingur Menningarhúsanna í Kópavogi verður sendur á öll heimili í Kópavoginum 4. og 5. janúar en fyrsta fjölskyldustund vorannar verður laugardaginn 7. janúar á Bókasafni Kópavogs. Að venju verður dagskrá fyrir fjölskyldur á hverjum laugardegi á Bókasafninu, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu eða í Salnum. Tónlistar- og listsmiðjur, ratleikir og spiladagar, náttúrulífsbíó og innlit á rannsóknarstofu eru meðal dagskrárliða. Eins og áður er þátttaka ókeypis og allir velkomnir.

Dagskrárbæklingurinn er einnig til afhendingar í Menningarhúsunum.