Fjör á sumarnámskeiðum Kópavogsbæjar

Ungmenni á sumarnámskeiði
Ungmenni á sumarnámskeiði

Um það bil 220 börn og unglingar hafa tekið þátt í sumarnámskeiðum Kópavogsbæjar það sem af er sumri. Fullt er orðið á flest námskeiðin en hægt er að skrá sig á biðlista. Námskeiðin eru afar fjölbreytt og má nefna smíðar, siglingar, hjólreiðar og útivist, ævintýranámskeið og námskeið fyrir börn með sérþarfir. Námskeiðin eru fyrir börn og unglinga frá 6 til 16 ára.

Námskeiðin eru skipulögð af frístunda- og forvarnardeild Kópavogsbæjar. Íþróttafélög í Kópavogi, tómstundafélög og félagasamtök bjóða einnig margs konar íþrótta-, leikja og ævintýranámskeið í sumar.

Skráningar á biðlista má senda á sumar@kopavogur.is

Nánari upplýsingar má finna á sumarvef Kópavogsbæjar.

Meðfylgjandi mynd er tekin á siglinganámskeiði í Kópavogi.