Flokkun á því sem til fellur um jól og áramót.
Það er gaman að gefa og gleðja um jólin, en því fylgir gjarnan talsvert magn af ýmiskonar rusli: jólapappír, pakkaböndum, mandarínukössum og margt fleira. Svo tínast til ónýtar jólaseríur og gömul jólatré. Munum að flokka og huga að umhverfinu. Jólin eru talsvert flókin þegar kemur að flokkun - afar margt og skrítið í gangi.
Leitarvél á vef Sorpu er mjög gagnleg til að nota þegar fólk er óvisst hvert á að setja rusl.
Gangi ykkur vel og gleðilega hátíð! Takk fyrir að flokka.