Flokkum plastið rétt

Mynd af manni henda í bláa tunnu
Mynd af manni henda í bláa tunnu

Flest það plast sem fellur til á heimilum er endurvinnanlegt, en ekki allt. Bláa tunnan er endurvinnslutunna og í hana skal einungis setja hreinar plastumbúðir sem eru endur- vinnanlegar sem og pappír og pappa.
Tæmið flöskur og hreinsið matarleifar af umbúðum áður en þær eru settar í bláu tunnuna en límmiða og merkingar þarf ekki að taka af. Plast með matarleifum er ekki hægt að endurvinna og fer því til urðunar með öðru sorpi.

Hér má sjá leiðbeningar hvað má og hvað má ekki fara í bláu tunnuna.