Fólk er hvatt til að fara varlega

Snjór í Kópavogi
Snjór í Kópavogi

Veðrið er að mestu gengið niður og búið að skafa allar helstu stofnbrautir. Starfsmenn Vegagerðarinnar og sveitafélaga hafa unnið að því í nótt að hreinsa götur og því allar stofnbrautir greiðfærar með morgninum en færðin gæti þó verið þung inni í íbúðahverfum.

Skólahald verður með eðlilegum hætti í dag en foreldrar eru hvattir til að kanna aðstæður á sínu svæði þar sem  veðurfar getur verið misjafnt milli hverfa og reikna með góðum tíma til að koma sér í vinnu.

Nóttin var tiltölulega róleg hjá lögreglu og slökkviliði en lögreglan og slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu koma til með að fylgjast með veðrinu í dag og gefa út fréttatilkynningu ef ástæða þykir til og veðurfar breytist.

Fólk er hvatt til að fara varlega því færðin getur verið misjöfn eftir því hvar fólk er statt á höfuðborgarsvæðinu. Bifreiðaeigendur eru hvattir til að huga að bílum sem skildir hafa verið eftir í vegkanti eftir morgunumferðina þar sem þeir geta tafið bílaumferð.