Fönix vann Getkó

Sigurvegarar Getkó 2015. Frá vinstri eru Bjartur Rúnarsson, Andri Már Tómasson og Gunnar Björn Gunn…
Sigurvegarar Getkó 2015. Frá vinstri eru Bjartur Rúnarsson, Andri Már Tómasson og Gunnar Björn Gunnarsson. Með þeim á myndinni er Arna Margrét Erlingsdóttir verkefnastjóri tómstundamála.
Lið félagsmiðstöðvarinnar Fönix fór með sigur af hólmi í spurningakeppni félagsmiðstöðvanna í Kópavogi, Getkó. Í sigurliði Fönix, sem er félagsmiðstöð Salaskóla, voru þeir Bjartur Rúnarsson, Andri Már Tómasson og Gunnar Björn Gunnarsson. Í öðru sæti var lið félagsmiðstöðvarinnar Ekkó í Kársnesskóla og í þriðja sæti lið félagsmiðstöðvarinnar Pegasus í Álfhólsskóla.

Undankeppnin fór fram í félagsmiðstöðinni Kjarnanum mánudaginn 16. nóvember síðastliðinn og úrslitakeppnin var haldin í félagsmiðstöðinni Fönix miðvikudaginn 18. nóvember og var jöfn og spennandi.