Foreldrar kynntu störf sín

Nemendur í starfskynningu í Hörðuvallaskóla.
Nemendur í starfskynningu í Hörðuvallaskóla.

Nemendur í 9. og 10. bekk Hörðuvallaskóla fengu óhefðbundna starfskynningu á dögunum þegar foreldrar mættu í skólann og kynntu starfið sitt. Auglýst var eftir sjálfboðaliðum úr hópi foreldra og voru undirtektir góðar.

Yfir foreldrar 20 slógu til og mættu í skólann klukkan níu að morgni. Nemendur gengu á milli, en áttu að kynna sér tvö störf í þaula, sem þau munu síðan kynna fyrir bekkjarfélögum sínum. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi háttur er hafður á starfsnámi en að sögn Helga Halldórssonar skólastjóra verður framhald á því svo mikil ánægja var með framtakið.

Foreldrar sem kynntu störf sín vinna fjölbreytt störf, eru til dæmis lögfræðingar, hjúkrunarfræðingar, stoðtækjafræðingar, flugmenn og flugfreyjur og fleira.

Foreldrarnir upplýstu um hvað þeir lærðu, hvað væri áhugavert við starfið og hver væru grunnlaun í starfinu.