Forvarnarvika félagsmiðstöðva

Forvarnarvika félagsmiðstöðva unglinga í Kópavogi.
Forvarnarvika félagsmiðstöðva unglinga í Kópavogi.

Forvarnarvika í félagsmiðstöðvum Kópavogs hófst miðvikudaginn 7.október síðastliðinn. Í ár var yfirskriftin Unglingar gegn ofbeldi. Starfsfólk í samvinnu við ungt fólk unnu með hugtök tengd ofbeldi í umræðuhópum og sömuleiðis var lögð áhersla á verklegt og skapandi starf tengt málefninu. Starfsfólk fékk einnig góðan undirbúning svosem fræðslu og handleiðslu.

Með Forvarnarvikunni er verið að vekja ungt fólk til meðvitundar um eðli ofbeldis og fá þau til að velta fyrir sér hvernig þau geti komið í veg fyrir það. Auka þar með þekkingu og ábyrga umræðu um málefnið og fá alla til að spyrna á móti ofbeldi í hvaða mynd sem er.