Forvarnarvika í félagsmiðstöðvum

Forvarnarvika félagsmiðstöðva í Kópavogi
Forvarnarvika félagsmiðstöðva í Kópavogi

 Netið og samskipti eru þemu forvarnarviku félagsmiðstöðva í Kópavogi 2016. Í fornvarnarviku eru unglingar í Kópavogi fræddir um ýmislegt sem snýr að forvörnum.

Að þessu sinni er verður sérstaklega rýnt í þá vaxtaverki sem fylgja breyttum samskiptum í kjölfar tækni og tækjaþróunar undanfarinna ára og áratuga. Jákvæð og neikvæð samskipti verða skoðuð í vikunni, fjallað verður um afleiðingar neikvæðra samskipta á netinu og um mikilvægi þess að vera ábyrg á netinu.

 Í vikunni verður unglingum í Kópavogi boðið upp á fyrirlestra, heimildamyndir og umræður. Leiknir verða gamlir tölvuleikir og prófað að setja fjöldamet í „Just dance. Þá verður sameiginleg dagskrá allra félagsmiðstöðva í félagsmiðstöðinni Pegasus í Álfhólsskóla mánudaginn 17. október og miðvikudaginn 19. október. Ólafur Stefánsson handboltaleikmaður og tónlistarbræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson munu koma og ræða við krakkana um  umfjöllunarefni vikunnar en hefð er fyrir því að fá landsþekkta einstaklinga í heimsókn á forvarnarviku. Boðið er upp á akstur á viðburðina frá hinum félagsmiðstöðvunum átta.

Forvarnarvikan er haldin árlega af Frístunda- og forvarnardeild Kópavogsbæjar, í undirbúningi og framkvæmd félagsmiðstöðvanna. Nánari upplýsingar er að finna á vef félagsmiðstöðva í Kópavogi.