Frábær þátttaka og góð stemning í götugöngunni

Frá götugöngu Virkni og vellíðan.
Frá götugöngu Virkni og vellíðan.

Tæplega 300 voru skráð til leiks vel í götugöngu Virkni og vellíðan sem haldin var í Kópavogi fimmtudaginn 11.maí. Keppnin var opin öllum 60 ára og eldri en skipulögð af Virkni og vellíðan sem er heilsuefling 60 ára og eldri í Kópavogi.

Boðið var upp á upphitun fyrir göngu sem stýrt var af þeim Fríðu Karen Gunnarsdóttur og Evu Katrín Friðgeirsdóttur verkefnastjórum og þjálfurum Virkni og vellíðan.

Þá ávarpaði Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri, göngufólk og ræsti gönguna af stað. Genginn var 3,4 km hringur sem teygði sig um Kópavogstún og Kópavogsdal.

Mikið fjör og góð stemning ríkti á meðan viðburðinum stóð, góð þátttaka var í upphitun og þá fylgdust allir með keppninni til loka og verðlaunaafhendingunni.

„Við erum skýjum ofar, það tókst svo vel til og það var svo mikil gleði sem ríkti í hópnum,“ segja þær Fríða Karen og Eva Katrín.

Veitt voru verðlaun í þremur aldursflokkum og voru úrslit sem hér segir:

60-69 ára:

1.sæti. Anna Maren Sveinbjörnsdóttir, 24:59

  1. sæti Gísli S. Ásgeirsson, 25:13
  2. sæti Þorvarður Óskarsson, 26:18

70-70 ára:

1.sæti. Steíngrímur Hauksson, 26:08

2.sæti. Lísbet Grímsdóttir, 26:53

3.sæti Charlotta Traustadóttir, 27:48

80-89 ára

1.sæti. Magnús Ingvarsson, 29:47

2.sæti. Gunnar Kr. Guðmundsson, 33:22

3.sæti. Björgvin Óli Bæringsson, 33:57

Öll úrslit eru á tímataka.net.

Fleiri myndir eru á Facebook og þá verða upplýsingar um þátttökuverðlaun settar inn eftir helgi.