Fræðsla fyrir unglinga og foreldra þeirra

Jákvæð sjálfsmynd er mikilvæg fyrir unglinga.
Jákvæð sjálfsmynd er mikilvæg fyrir unglinga.

Á næstunni munu nemendum í 8.-10. bekk í öllum grunnskólum Kópavogs vera boðin vímuefnafræðsla. Eitt af  markmiðunum með fræðslunni er að efla unglinga og hjálpa þeim að auka þekkingu sína hvað varðar myndun jákvæðrar sjálfsmyndar og hvernig hægt sé að draga úr áhættuhegðun., Það er fyrirtækið Heilsulausnir sem samanstendur af hjúkrunarfræðingum sem hafa mikla reynslu af forvarnarstarfi, hjúkrun og fræðslu sem sjá um fræðsluna

Foreldrum og forráðamönnum býðst svo sambærileg fræðsla á svipuðum tíma og fræðsla fer fram fyrir unglingana þeirra í skólanum. Foreldrafræðslan er hugsuð til að auðvelda foreldrum og forráðamönnum umræðu um ábyrgan lífsstíl. Sterkustu forvarnirnar koma oft að heiman og eru foreldrar hvattir til að mæta. 

Fræðsluyfirvöld í Kópavogi hafa lagt áherslu á að fræða unglinga og foreldra þeirra með uppbyggilegum hætti og vímuefnafræðslan endurspeglar það.