Hrönn Valgeirsdóttir leikskólakennari og MA í foreldrafræðslu.
Þann 22. Maí kl 20:00 – 21:30 mun Hrönn Valgeirsdóttir leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf bjóða foreldrum leikskólabarna í Kópavogi upp á fræðslukvöld í Fagralundi.
Fjallað verður meðal annars um:
- Uppeldishætti
- Að setja mörk
- Ábyrgð og líðan foreldra
Hvetjum foreldra til að mæta og eiga notalega stund með öðrum foreldrum og ræða um uppeldi og foreldrahlutverkið.
Skráning með því að senda póst á hronnval@kopavogur.is . Hámark 30 manns.