Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga

Framboðslistum skal skilað á Bæjarskrifstofur Kópavogs, Digranesvegi 1.
Framboðslistum skal skilað á Bæjarskrifstofur Kópavogs, Digranesvegi 1.

Þann 5. maí nk. kl. 12.00 rennur út frestur til að skila framboðslistum vegna sveitarstjórnarkosninga í Kópavogi 26. maí 2018. Yfirkjörstjórn mun þá taka á móti framboðslistum á skrifstofu Kópavogsbæjar að Digranesvegi 1, 1. hæð, milli kl. 10.00 og 12.00.

Lista yfir meðmælendur skal einnig skila á tölvutæku formi, í Excel. Yfirkjörstjórn boðar síðan til fundar 6. maí kl. 12.00 á skrifstofu Kópavogsbæjar að Digranesvegi 1, 1. hæð, þar sem hún úrskurðar um framkomna framboðslista að viðstöddum umboðsmönnum listanna.

Þegar Yfirkjörstjórn hefur úrskurðað framboðin mun hún auglýsa framboðslista í bæjarblöðunum, bókstaf listanna og nöfn frambjóðenda á hverjum lista í réttri röð.

Yfirkjörstjórn í Kópavogi skipa: Snorri G. Tómasson, Una Björg Einarsdóttir og Jón Guðlaugur Magnússon.

Auglýsing kjörstjórnar