Framkvæmdir við Digranesveg

Nú er unnið að endunýjun á slitlagi Digranesvegar milli Neðstutraðar og Bröttubrekku. Samhliða því verða hraðahindranir endurgerðar og í stað hellulagðra upphækkana verða settir niður svokallaðir koddar sem auðvelda strætisvögnum að keyra um götuna. Auk þess verður bætt aðstaða farþega strætisvagna á biðstöðvum. Hámarkshraði á götunni verður áfram 30 km /klst.

Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki í byrjun júlí.

Meðfylgjandi eru teikningar sem skýra framkvæmdir við götuna og hvernig hún kemur til með að líta út þegar framkvæmdum er lokið.