Gerðarsafn er framsækið nútíma- og samtímalistasafn í Kópavogi. Starfsemi safnsins endurspeglar stöðu þess sem eina listasafn landsins stofnað til heiðurst listakonu, Gerðar Helgadóttur (1928-1975).
Framkvæmdir standa yfir við hliðina á Gerðarsafni og Krónikunni við útisvæðið. Til stendur að gefa verkum eftir Gerði Helgadóttur varanlegan stað og einnig verða haldnar tímabundnar sýningar í garðinum.
Áætlað er að framkvæmdum ljúki í lok sumars og efnt verður til formlegrar opnunar garðsins þegar nær dregur.
Við biðjumst velvirðingar á raski frá framkvæmdunum. Gerðarsafn og Krónikan verða opin í allt sumar eins og venjulega.
