Framkvæmdir við Víðigrund

Yfirlitsmynd yfir Fagralund
Yfirlitsmynd yfir Fagralund

Hafin er framkvæmd við að endurnýja gervigrasið á knattspyrnuvellinum Fagralundi. Samhliða endurnýjun á gervigrasi verða settar hitalagnir í völlinn til upphitunar. Heitavatnsnotkun mun aukast til muna og þarf því að leggja sverari heitavatnslagnir í gangstétt niður Víðigrund í átt að Fagralundi, sjá  yfirlitsmynd framkvæmdar Framkvæmdin hefur í för með sér nokkur óþægindi og truflun á umferð en loka þarf tímabundið inn göturnar austan frá. Stefnt er að því að öllum framkvæmdum verði lokið í lok nóvember 2018.