- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Íbúum er boðið að taka þátt í opnu skólaþingi um framtíð Kársnesskóla og nýja byggingu við Skólagerði laugardaginn 11. nóvember 2017 kl. 11:00 – 13:00 í Kársnesskóla v/Vallargerði
Á þinginu verður rætt um óskir og viðhorf foreldra og annarra íbúa á Kárnesi um skólastarfið.
Unnið verður í hópum með þjóðfundasniði, meðal spurninga sem ræddar verða eru:
• Hverjir eru styrkleikar Kársnesskóla?
• Hvar sjáið þið helstu sóknarfæri skólans?
• Nýja skólabyggingin – hvernig á hún að vera?
• Hvernig sjáið þið skólann árið 2030?
Boðið verður upp á súpu í hádeginu.
Vegna undirbúnings og skipulags er mikilvægt að skrá sig. Skráning fer fram á eftirfarandi slóð: https://goo.gl/forms/T7rY70hUQdwOfVVz2