Framúrskarandi skólastarf

Vinkonur í leik
Vinkonur í leik

Menntaráð Kópavogs auglýsir hér með eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir framúrskarandi skólastarf í grunnskólum Kópavogs. Menntaráð veitir svo viðurkenninguna Kópinn fyrir skólastarf sem skarar framúr.

Viðurkenningar verða veittar fyrir 3 – 5 verkefni sem stuðla að ný-breytni og framþróun innan skólanna. Með því er átt við nýjungar í skólastarfi eða þróunarverkefni sem fela í sér umbætur eða leiða til framfara í skólastarfi. Auk þess er æskilegt að verkefnið sýni:

–       að það hefur verið unnið af frumkvæði, fagmennsku og ábyrgð.

–       að það hafi leitt til umbóta og/eða framfara í skólastarfi.

–       að það feli í sér hvatningu til eftirbreytni innan viðkomandi skóla og utan.

Jafnframt verður veitt sérstök viðurkenning fyrir verkefni þar sem spjaldtölvur hafa verið notaðar við þróun kennsluhátta.

Skriflegar tilnefningar skulu berast rafrænt á sérstöku eyðublaði til grunnskóladeildar Kópavogs á netfangið  hekla@kopavogur.is  eigi síðar en 7. maí 2017.

Umsóknareyðublað á pdf-sniði.