Framúrskarandi skólastarf verðlaunað

Handhafar Kópsins, viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf 2015 í Kópavogi, ásamt skólanefnd…
Handhafar Kópsins, viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf 2015 í Kópavogi, ásamt skólanefnd, Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra og Margréti Friðriksdóttur formanni skólanefndar.

Fimm verkefni hlutu viðurkenningu skólanefndar Kópavogs, Kópinn, fyrir framúrskarandi starf í grunnskólum bæjarins. Forritunarvika í Hörðuvallaskóla, Útileikhús í Kópavogsskóla, Betri samskipti, betri líðan, betri árangur í Kársnesskóla, Frá haga til maga í Waldorfskólanum Lækjarbotnum og loks Snjallsímanotkun nemenda í dönskunámi í Kópavogsskóla.

Viðurkenningarnar voru afhentar við hátíðlega viðhöfn í Salnum í Kópavogi að viðstöddum Margréti Friðriksdóttur formanni skólanefndar Kópavogs og forseta bæjarstjórnar og Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogs.

 

Skólanefnd Kópavogs auglýsti eftir tilnefningum til verðlaunanna fyrr í vor. Auglýst var eftir verkefnum sem stuðla að nýbreytni og framþróun innan skólanna, nýjungum í skólastarfi eða þróunarverkefnum sem fela í sér umbætur eða leiða til framfara í skólastarfi. Matsnefnd skipuð af skólanefnd valdi svo verkefnin.´

Nánar um verkefnin fimm.