- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Yngri en átján ára fá frítt í sund í Kópavogi frá og með næstu áramótum. Ákvörðunin var samþykkt af bæjarstjórn Kópavogs í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2019. Frítt verður í sund fram að átján ára afmælisdegi en undanfarin ár aðgangur í sund verið án endurgjalds fyrir yngri en 10 ára. Þá er sund fyrir eldri borgara án endurgjalds.
„Okkur er sönn ánægja að bjóða átján ára og yngri frítt í sund, það fellur vel að áherslum bæjarins á fjölskyldu- og lýðheilsumál,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.
Í Kópavogi eru tvær sundlaugar sem opnar eru almenningi, Sundlaug Kópavogs og Salalaug. Þær eru báðar með vinsælustu laugum landsins, en samanlagður heimsóknarfjöldi hefur verið um 900 þúsund á ári undanfarin ár.