Fullveldisdagskrá styrkt

Menningarhúsin í Kópavogi.
Menningarhúsin í Kópavogi.

Menningarhúsin í Kópavogi voru valin til þátttöku í afmælisdagskrá sem efnt verður til 2018 vegna aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands.

Tilkynnt var um val verkefna í Safnahúsin við Hverfisgötu fimmtudaginn 7. Desember, að viðstöddum fulltrúum verkefna af öllu landinu.

Dagskrárröð menningarhúsanna í Kópavogi hlaut 1,5 milljón í styrk. Í henni verður megináherslalögð á þverfaglegt samstarf Bókasafns Kópavogs, Gerðarsafns, Héraðsskjalasafns Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Salarins í fjölbreyttum verkefnum sem helguð verða börnum í grunnskólum bæjarins, fjölskyldufólki og nýjum þjóðfélagshópum m.a. í samvinnu við Rauða krossinn.

Um er að ræða skipulagða viðburði innan tveggja dagskrárraða, Menning á miðvikudögum og Fjölskyldustundir, sem skipulagðar eru meðal menningarhúsanna og fara fram vikulega yfir vetrarmánuðina.

Til viðbótar verða sérsniðnir dagskrárviðburðir með áherslu á aldarspegil menningar, barnabókmennta, menningararfsins og fagurbókmennta, auk þess sem efnt verður til málþings um fullveldishugtakið og þýðingu þess í þátíð og nútíð.

Nánar um fullveldisafmælið.