Fundur um íþróttastefnu í kvöld

Þessi mynd er tekin á íþróttahátíðinni í upphafi árs 2012. Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, íþróttakona…
Þessi mynd er tekin á íþróttahátíðinni í upphafi árs 2012. Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, íþróttakona ársins, og faðir Kára Steins, íþróttakarls ársins, Karl G. Kristinsson, en Kári gat ekki verið viðstaddur hátíðina.

Íþróttaráð Kópavogs boðar til opins fundar með bæjarbúum um stefnumótun íþróttamála í Kópavogi. Fundurinn verður haldinn í Molanum, ungmennahúsinu að Hábraut 2,  í kvöld klukkan 17:15 - 19:30. Bæjarbúar eru velkomnir!

Til fundarins er boðað með það að markmiði að leggja drög að íþróttastefnu fyrir Kópavogsbæ til náinnar framtíðar. Unnið verður með verkefnið út frá því hvert hlutverk stefnunnar á að vera, hverju við viljum ná fram með henni og hvernig við hrindum stefnunni í framkvæmd.
 
Áhugasamir bæjarbúar eru sem fyrr segir boðnir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.