Fyrirhugað er að malbika í Hamraborg

Lokun
Lokun

Fyrirhugað er að malbika í Hamraborg á milli Álfhólsvegar og Skeljabrekku fimmtudaginn 9. júní frá kl. 9:00 ef veður leyfir. Lokun verður í gildi til kl. 13:00 fyrir gatnamót Vallartraðar, Álfhólsvegar og Hamraborgar og til kl. 15:00 fyrir aðra hluta götunnar.
Bent er á hjáleiðir um Skeljabrekku og Digranesveg á meðan lokun stendur.
Aðkoma að Hamraborg 1-5 er frá Skeljabrekku á meðan lokun stendur.
Aðkoma að Hamraborg 7-13 er frá Hamrabrekku frá kl. 9:00 til 13:00.
Bent er á bílastæði í Hamraborg, Fannborg og Hamrabrekku fyrir gesti verslana á jarðhæð við Hamraborg 10-22.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdin kann að valda og eru ökumenn beðnir um að sýna tillitsemi og virða merkingar.

Malbikun í Hamraborg