Fyrsta skólaeldhúsið sem er Svansvottað

Hörður Svavarsson, Heiðdís Hauksdóttir, Ásdís Kristjánsdóttir, Agnes Gústafsdóttir og Ester Alda Hr…
Hörður Svavarsson, Heiðdís Hauksdóttir, Ásdís Kristjánsdóttir, Agnes Gústafsdóttir og Ester Alda Hrafnhildar Bragadóttir.

Eldhús Aðalþings fékk í dag fyrst íslenskra skólaeldhúsa Svansvottun. Hörður Svavarsson leikskólastjóri, Agnes Gústafsdóttir aðstoðarleikskólastjóri og Heiðdís Hauksdóttir matreiðslumaður Aðalþings tóku við viðurkenningunni frá Ester Öldu Hrafnhildar Bragadóttur sérfræðings hjá Umhverfisstofnun að viðstöddum Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogsbæjar, starfsfólki Aðalþings og góðum gestum.

Í tilefni dagsins var opið hús og boðið upp á góðgæti úr eldhúsinu. Í Aðalþingi er matarstefna sem í felst að maturinn er sem mest unninn frá grunni, brauð bökuðu á staðnum og sykur ekki notaður í matreiðslu. Maturinn á að vera sanngjarn gagnvart framleiðendum, fólki, jörð og náttúru. „Gott eldhús og góður matur er forsenda fyrir góðu skólastarfi,“ segir í upplýsingabækling sem gefinn var út af tilefninu. 

Aðalþing er rekið af kennurum samkvæmt þjónustusamning við Kópavogsbæ.

Svansmerkið er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem tekur til alls lífsferils vöru og þjónustu.