Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar

Ný bæjarstjórn stillir sér upp fyrir myndatöku fyrir fyrsta fund bæjarstjórnar 24. júní 2014.
Ný bæjarstjórn stillir sér upp fyrir myndatöku fyrir fyrsta fund bæjarstjórnar 24. júní 2014.
Ný bæjarstjórn í Kópavogi fundaði í fyrsta sinn í gær 24. júní. Á þessum fyrsta fundi  var Ármann Kr. Ólafsson, Sjálfstæðisflokki, ráðinn bæjarstjóri, Margrét Friðriksdóttir, Sjálfstæðisflokki, var kjörinn forseti bæjarstjórnar og Theódóra Þorsteinsdóttir, Bjartri framtíð, var kjörinn formaður bæjarráðs. Á fundinum var kynntur nýr málefnasamningur nýs meirihluta Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. 

 Málefnasamning Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks er að finna hér.

Ellefu sitja í bæjarstjórn Kópavogs, þeir sem náðu kjöri í sveitarstjórnarkosningunum 31. maí eru:

Sverrir Óskarsson og Theódóra Þorsteinsdóttir, Bjartri framtíð.

Ármann Kr. Ólafsson, Guðmunur Geirdal, Hjördís Ýr Johnson, Karen E. Halldórsdóttir, Margrét Friðriksdóttir, Sjálfstæðisflokki,

Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki.

Ása Richardsdóttir og Pétur Hrafn Sigurðsson, Samfylkingu.

Ólafur Þór Gunnarsson, Vinstri grænum og félagshyggjufólki.