Fyrsti starfsmaðurinn ráðinn í gegnum Liðsstyrk

Atli Þórarinsson ásamt Bjarneyju Magnúsdóttur leikskólastjóra.
Atli Þórarinsson ásamt Bjarneyju Magnúsdóttur leikskólastjóra.

Kópavogsbær hefur ráðið sinn fyrsta starfsmann í gegnum verkefnið Liðsstyrk. Hann heitir Atli Þórarinsson og hefur hafið störf á leikskólanum Sólhvörfum. Þar mun hann sinna margmiðlunarverkefnum fyrir leikskólann.  Atli er boðinn velkominn til starfa hjá Kópavogsbæ.

Liðsstyrkur er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og nokkurra annarra aðila og er markmiðið að virkja atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt bótarétt sinn til þátttöku að nýju á vinnumarkaði.

Kópavogsbær hefur búið til 101 tímabundið starf í Liðsstyrk. Þetta eru fjölbreytt störf, bæði á skrifstofum stjórnsýslunnar og hjá stofnunum bæjarins.

Atvinnuver Kópavogsbæjar annast um umsýslu Liðsstyrks og er í nánu samstarfi við Vinnumálastofnun og STARF ehf. sem sjá um að miðla atvinnuleitendum í störfin.