Gámar fyrir flugeldarusl og jólatré

Íbúar geta farið með jólatré og rusl frá flugeldum á fimm staði í Kópavogi.
Íbúar geta farið með jólatré og rusl frá flugeldum á fimm staði í Kópavogi.

Settir verða upp gámar á fimm stöðum í Kópavogi fyrir flugeldarusl. Á sömu stöðum verða settir upp gámar fyrir jólatré. Gámarnir verða aðgengilegir frá 30.desember til og með 10.janúar.

Gámarnir verða á eftirfarandi stöðum:

Kársnes: Við grenndargámastöð á Borgarholti

Digranes:Við grenndargámastöð við Íþróttahúsið Digranes

Smárahverfi: Við grenndargámastöð Kópavogsvelli

Linda- og Salahverfi: Í nágrenni við sölustað Landsbjargar við Salalaug

Kóra-, Þing- og Hvarfahverfi: Við grenndargámastöð Vallakór 8

Vinsamlegast gangið vel um og setjið einungis flugeldarusl annars vegar og jólatré hins vegar í gámana.

Á meðfylgjandi korti má sjá staðsetningar:

Yfirlitsmynd