Garðaskoðun í Kópavogi

Gróðursæld í Kópavogi.
Gróðursæld í Kópavogi.

 

Í garðaskoðun opna nokkrir garðeigendur garða sína fyrir félagsmönnum Garðyrkjufélagsins og öðrum gestum. Garðarnir verða sem fyrr mjög ólíkir en eiga það sameiginlegt að bera hugmyndaríki og eljusemi eigenda sinna vitni.

 

Fjöldi fólks tekur árlega þátt í garðaskoðun Garðyrkjufélagsins og njóta dagsins með því að skoða plöntur, girðingar, palla, gróðurhús, jarðhýsi og margt annað sem fyrir augu ber. Eins og alltaf er margt að sjá og margar hugmyndir munu örugglega kvikna en í öllum þeim görðum sem verða til sýnis má finna ýmislegt sem gleður auga og yljar hjarta.

 

Þetta er kærkomið tækifæri fyrir áhugafólk um gróðurrækt að hitta  annað áhugafólk um ræktun og skiptast á upplýsingum og skoðunum.

 

Allir sem tækifæri hafa á ættu að mæta í garðaskoðunina. Ekki skiptir máli hvar byrjað er að skoða en hver og einn ferðast um á milli garða á eigin vegum.

 

ATH: 

 

Til að finna staðsetningu garðanna er góð leið að fara inn á götukort í gegnum www.ja.is

 

Fimm garðar verða opnir að þessu sinni og eru þeir við Hraunbraut, Reynihvamm og Elliðavatn.

 

Eftirtaldir garðar verða til sýnis í Kópavogi 2017:

 

Hraunbraut 27

 

Eigendur: Rósa Björg Ólafsdóttir og Konráð Guðmundsson

 

Hraunbraut 36

 

Eigendur: Sólrún Halldórsdóttir og Bjarni Viðarsson

 

Hraunbraut 38

 

Eigendur: Margrét Frímannsdóttir og Jón Gunnar Ottósson

 

Reynihvammur 39

 

Eigendur: Kristín Helga Gísladóttir  og Sigurður Einar Þorsteinsson

 

Elliðahvammur í Elliðavatnshverfi

 

Eigendi: Þorsteinn Sigmundsson

 

Garðaskoðunin 2017 er liður í samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Garðyrkjufélagsins.