Gengið á vit reynitrjáa í Meltungu

Reynitrá í trjásafninu í Meltungu, austast í Fossvogsdal.
Reynitrá í trjásafninu í Meltungu, austast í Fossvogsdal.

Fimmtudaginn 21. júní nk. kl. 17:30-19:00 verður farin fræðsluganga um Trjásafnið í Meltungu, austast í Fossvogsdalnum.

Fræðslugangan er öllum opin og ókeypis. Mæting er við bílastæðið í Kjarrhólma kl. 17:30, sjá kort hér fyrir neðan og/eða í viðhengi.

Reyniviður á sér því langa sögu í íslensku umhverfi og menningu. Íslenski reyniviðurinn (Sorbus aucuparia) vex villtur sem stakt tré í birkiskógum og var lengi algengasta garðtréð hérlendis.

Ættkvíslin reynir (Sorbus) er flókin viðfangs flokkunarfræðilega vegna kynblöndunar en til reyniættkvíslarinnar teljist yfir 120 tegundir á norðurhveli jarðar. Til landsins hafa verið fluttar inn fjölmargar reynitegundir og hafa margar þeirra reynst með ágætum. Í Meltungu í Kópavogi má finna eitt stærsta safn reynitrjáa hérlendis er þar eru rúmlega 80 tegundir og yrki reynis. 

Í fræðslugöngunni í trjásafninu í Meltungu verða skoðaðar fjölmargar tegundir reynitrjáa og –runna undir leiðsögn Friðriks Baldurssonar garðyrkjustjóra Kópavogs, Hannesar Þórs Hafsteinssonar garðyrkjufræðings og Kristins H. Þorsteinssonar fræðslustjóra Garðyrkjufélagsins.

Fræðslufundurinn er liður í samstarfsverkefni Garðyrkjufélags Íslands og Kópavogsbæjar og er í umsjá Sumarhúsaklúbbsins Bjarka.